Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 388, 111. löggjafarþing 189. mál: tekjuskattur og eignarskattur (skatthlutföll, persónuafsláttur o.fl.).
Lög nr. 97 29. desember 1988.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr.:
 1. Í stað „57.375“ og „114.750“ í 1. málsl. 2. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 90.000 og 180.000.
 2. Í stað „45.900“ og „91.800“ í 2. málsl. 4. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 72.000 og 144.000.
 3. Í stað „9.180.000“ og „18.360.000“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 15.400.000 og 30.800.000.


2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 38. gr.:
 1. 1. málsl. orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 29. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 31. gr. skal fyrning vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna eða eignarflokks sem hér segir:
 2. Í stað „10%“ í 1. og 2. tölul. kemur: 8%.
 3. Í stað „15%“ í 3. tölul. kemur: 12%.
 4. 4. tölul. greinarinnar hljóði svo:
  1. Skrifstofuáhöld og -tæki 20%.
  2. Vélar og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar, bifreiðar og önnur flutningatæki, svo og annað lausafé sem fellur ekki undir 1.–3. tölul. og a-lið þessa töluliðar 15%.


3. gr.

     40. gr. fellur niður.

4. gr.

     Við 52. gr. bætist nýr töluliður, er verður 5. tölul., og orðast svo:
     Kostnað við rekstur fólksbifreiða, sem látnar eru framkvæmdastjórum eða öðrum sambærilegum starfsmönnum atvinnurekstrar í té til eigin afnota, nema að því marki sem hlunnindi af notkun viðkomandi fólksbifreiðar hafa verið talin til tekna, samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra, hjá þeim aðila sem heimilt er að hafa hana til umráða í eigin þágu.

5. gr.

     Í stað 2. málsl. 4. mgr. 53. gr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo:
     Skuldir og inneignir stjórnarmanna og framkvæmdastjóra félaga, sbr. 1., 2. og 4. tölul. 2. gr., svo og skuldir og inneignir hluthafa í hlutafélögum og ógreidd hlutafjárloforð, teljast ekki til eigna eða skulda við útreikning þennan nema því aðeins að skuldir þessar og inneignir séu vaxtareiknaðar með sambærilegum kjörum og gilda í innlánsstofnunum á hverjum tíma. Skuldir og inneignir eignaraðila sameignarfélaga, sbr. 3. tölul. 2. gr., teljast ekki til eigna eða skulda við útreikning þennan.

6. gr.

     Í stað „30%“ í 2. málsl. 1. mgr. 54. gr. kemur: 15%.

7. gr.

     Við lögin bætist ný grein, er verður 57. gr. A, og orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 56. og 57. gr. skulu eftirstöðvar rekstrartaps frá fyrri árum, hjá því félagi sem slitið var, ekki flytjast til þess félags sem við tekur nema það stundi skyldan rekstur eða haldi að mestu leyti áfram svipuðum rekstri eða starfsemi og það félag sem slitið var. Sama gildir þegar það félag sem slitið var átti fyrir slitin óverulegar eignir og hafði engan rekstur með höndum.

8. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á A-lið 68. gr.:
 1. Í stað „158.820“ í 1. mgr. kemur: 214.104.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Nemi persónuafsláttur skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en reiknaður tekjuskattur af tekjuskattsstofni skv. 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun, og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða útsvar hans á álagningarárinu og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu. Sá persónuafsláttur, sem þá er enn óráðstafað, fellur niður nema um sé að ræða óráðstafaðan persónuafslátt annars hjóna, sem skattlagt er samkvæmt ákvæðum 63. gr., og skulu þá 80% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans bætast við persónuafslátt hins. Nemi þannig ákvarðaður persónuafsláttur síðarnefnda makans í heild hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekjuskattsstofni hans skv. 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun til að greiða útsvar hans á álagningarárinu og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu eignarskatts hans á álagningarárinu. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá verður enn óráðstafað, fellur niður.


9. gr.

     Í stað „365“ í 1. mgr. B-liðar 68. gr. kemur: 492.

10. gr.

     Í stað „16.000“, „24.000“ og „48.000“ í A-lið 69. gr. kemur: 21.568, 32.353 og 64.705.

11. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á B-lið 69. gr.:
 1. Í stað „38.000“ í 2. mgr. kemur: 51.224.
 2. Í stað „600.000“ og „400.000“ í 3. mgr. kemur: 825.000 og 550.000.
 3. Í stað „1.850.000“ og „2.475.000“ í 4. mgr. kemur: 2.850.000 og 4.275.000.


12. gr.

     Í stað „38.000“ í C-lið 69. gr. kemur: 47.400.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr.:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Í tekjuskattsstofn manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. en hafa einungis verið heimilisfastir hér á landi hluta tekjuársins, skal deila með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu og margfalda síðan þá útkomu með 365. Tekjuskattur skal síðan reiknast skv. 67. gr. af þannig reiknuðum tekjuskattsstofni, að teknu tilliti til 68. gr., eins og um væri að ræða menn heimilisfasta hér á landi allt árið. Í þá fjárhæð skal deila með 365 og margfalda þá útkomu með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu. Sú fjárhæð sem þannig fæst skal vera endanlega ákvarðaður og álagður tekjuskattur eða ákvarðaður ónýttur persónuafsláttur.
 3. 3. mgr. fellur niður.


14. gr.

     Í stað „48%“ í 72. gr. kemur: 50%.

15. gr.

     Í stað „573.700“ og „1.147.400“ í 78. gr. kemur: 900.000 og 1.800.000.

16. gr.

     83. gr. laganna orðast svo:
     Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.500.000 kr. greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 7.000.000 kr. greiðist að auki 1,5%.

17. gr.

     Í stað „0,95%“ í 84. gr. kemur: 1,2%.

18. gr.

     1. mgr. 121. gr. orðast svo:
     Fjárhæðir, sem um ræðir í 68. gr., A-lið 69. gr., 2. mgr. B-liðs 69. gr. og C-lið 69. gr., skulu hinn 1. júlí á staðgreiðsluári taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er 1. desember næstan á undan staðgreiðsluári og lánskjaravísitölu sem er í gildi 1. júní á staðgreiðsluári.

19. gr.

     122. gr. orðast svo:
     Skylt er að hækka eða lækka fjárhæðir sem um ræðir í 2. og 4. tölul. B-liðs 1. mgr. 30. gr., 2. mgr. 30. gr., 41. gr., 68. gr., 69. gr., 78. gr. og 83. gr. í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir árið 1990.

20. gr.

     Í stað „292.600“ og „585.200“ í 3. málsl. 2. mgr. ákvæðis I til bráðabirgða í lögum nr. 92/1987, um breyting á lögum nr. 75/1981, kemur: 460.000 og 920.000.

21. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1989 og gilda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1989 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1990 vegna tekna ársins 1989 og eigna í lok þess árs.
     Þó skulu ákvæði 1. gr., 2. gr., 3. gr., 4. gr., 5. gr., 6. gr., b-liðar 8. gr., 11. gr., 14. gr., 15. gr., 16. gr., 17. gr. og 20. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts og ákvörðun bóta á árinu 1989 vegna tekna á árinu 1988 og eigna í lok þess árs.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. gr. laga nr. 49/1986, um þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu, með síðari breytingum, skal skattskylt mark til sérstaks eignarskatts vegna álagningar á árinu 1989 vera 4.250.000 kr.

II.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna skal tekjuskattur manna reiknast 30,8% af tekjuskattsstofni við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1989 og við álagningu tekjuskatts á árinu 1990 vegna tekna ársins 1989.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1988.