Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 382, 111. löggjafarþing 211. mál: tollalög (grænmeti).
Lög nr. 102 29. desember 1988.

Lög um breytingu á lögum nr. 96/1987, um breytingu á lögum nr. 55 30. mars 1987, tollalögum.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III orðast svo:
     Tollur á vörum í tollskrárnúmerum 2001.1000–2005.9000 skal lækka í 20% 1. janúar 1990, 10% 1. janúar 1991 og falla niður 1. janúar 1992.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1988.