Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 282, 111. löggjafarþing 72. mál: eiturefni og hættuleg efni (eiturefnanefnd).
Lög nr. 103 29. desember 1991.

Lög um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988.


1. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar sex menn í eiturefnanefnd til ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Eru þeir skipaðir til sex ára í senn. Einn nefndarmanna skal vera eiturefnafræðingur (toxicolog), annar skal vera lyfjafræðingur (candidatus pharmaciae), þriðji skal vera efnafræðingur, fjórði skal vera efnaverkfræðingur, fimmti skal vera heilsufræðingur eða maður með heilsufræðilega þekkingu og sjötti skal vera sérfróður um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og til útrýmingar meindýra, tilnefndur af landbúnaðarráðuneyti. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi nefndarmanna. Falli atkvæði jöfn í nefndinni ræður atkvæði formanns.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1988.