Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 258, 111. löggjafarþing 134. mál: virðisaukaskattur (gildistaka).
Lög nr. 110 29. desember 1988.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.


1. gr.

     48. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi öðlast þegar gildi, en skattheimta samkvæmt þeim kemur eigi til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990. Frá þeim tíma falla úr gildi lög nr. 10/1960, um söluskatt, með síðari breytingum. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um söluskatt af sölu til og með 31. desember 1989.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á bráðabirgðaákvæðum laganna:
  1. Í stað orðanna „30. júní 1989“ í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I kemur: 31. desember 1989.
  2. Í stað orðanna „30. apríl 1989“ í ákvæði til bráðabirgða II kemur: 31. október 1989.
  3. Í stað ártalsins „1989“ í ákvæði til bráðabirgða III kemur: 1990.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1988.