Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 258, 111. löggjafarþing 134. mál: virðisaukaskattur (gildistaka).
Lög nr. 110 29. desember 1988.
Lög þessi öðlast þegar gildi, en skattheimta samkvæmt þeim kemur eigi til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990. Frá þeim tíma falla úr gildi lög nr. 10/1960, um söluskatt, með síðari breytingum. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um söluskatt af sölu til og með 31. desember 1989.
Þingskjal 258, 111. löggjafarþing 134. mál: virðisaukaskattur (gildistaka).
Lög nr. 110 29. desember 1988.
Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
1. gr.
48. gr. laganna orðast svo:Lög þessi öðlast þegar gildi, en skattheimta samkvæmt þeim kemur eigi til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990. Frá þeim tíma falla úr gildi lög nr. 10/1960, um söluskatt, með síðari breytingum. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um söluskatt af sölu til og með 31. desember 1989.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á bráðabirgðaákvæðum laganna:- Í stað orðanna „30. júní 1989“ í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I kemur: 31. desember 1989.
- Í stað orðanna „30. apríl 1989“ í ákvæði til bráðabirgða II kemur: 31. október 1989.
- Í stað ártalsins „1989“ í ákvæði til bráðabirgða III kemur: 1990.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 15. desember 1988.