Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 981, 111. löggjafarþing 408. mál: járnblendiverksmiðja í Hvalfirði (fjárfestingar í öðrum atvinnurekstri).
Lög nr. 28 9. maí 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 18 11. maí 1977, sbr. lög nr. 45 11. maí 1982 og lög nr. 95 28. maí 1984, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Hlutafélaginu er enn fremur ætlað á eigin vegum, með þátttöku í öðrum félögum eða með stofnun dótturfyrirtækja, að tryggja vöxt fyrirtækisins með arðvænlegum fjárfestingum í öðrum greinum atvinnurekstrar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1989.