Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1099, 111. löggjafarþing 461. mál: tollalög (aðaltollhöfn á Egilstöðum).
Lög nr. 40 19. maí 1989.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987.


1. gr.

     Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr töluliður svohljóðandi:
  1. Egilsstaðir.


2. gr.

     1. mgr. 79. gr. laganna orðist svo:
     Ríkisstjórninni er heimilt að reka eða leyfa rekstur verslana með tollfrjálsar vörur, þar á meðal áfengi og tóbak, í flugstöðvum á Reykjavíkurflugvelli, Keflavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli, Sauðárkróksflugvelli og Egilsstaðaflugvelli í tengslum við farþegaflutninga milli landa. Birðir þeirra verslana má geyma í tollfrjálsum birgðageymslum sem eingöngu eru ætlaðar til þeirra nota.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1989.