Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1027, 111. löggjafarþing 411. mál: innflutningur búfjár (fósturvísar í kýr).
Lög nr. 49 11. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 74 28. apríl 1962, um innflutning búfjár.


1. gr.

     Við 19. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verði 7. mgr., svohljóðandi:
     Landbúnaðarráðherra getur, að fengnu samþykki yfirdýralæknis, heimilað að flyta fósturvísa (frjóvguð egg eða fóstur á frumstigi) úr kúm í Sóttvarnarstöð ríkisins í Hrísey í kýr í landi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 1989.