Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 975, 111. löggjafarþing 199. mál: hreppstjórar (skipun, aðsetur sýslumanns o.fl.).
Lög nr. 50 11. maí 1989.

Lög um breyting á lögum um hreppstjóra, nr. 32 26. apríl 1965.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Hreppstjóri skal vera í hverju sveitarfélagi utan aðseturs sýslumanns, nema sýslumaður telji þess ekki þörf.

2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Þá er starf hreppstjóra losnar skal sýslumaður auglýsa það laust til umsóknar. Sýslumaður veitir stöðu hreppstjóra að fenginni umsögn sveitarstjórnar.
     Hafi sýslumaður skrifstofu í sveitarfélagi utan aðseturs síns er honum heimilt án auglýsingar að skipa forstöðumann þeirrar skrifstofu jafnframt hreppstjóra í því sveitarfélagi. Er hreppstjórastarfið þá hluti af starfi forstöðumanns.

3. gr.

     Í stað „sýslunefnd“ í 4. gr. komi: sveitarstjórn.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1989.