Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 428, 112. löggjafarþing 239. mál: vísitala byggingarkostnaðar (endurgreiðsla virðisaukaskatts).
Lög nr. 137 30. desember 1989.

Lög um breyting á lögum um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42 30. mars 1987.


1. gr.

     Á eftir ákvæði til bráðabirgða í lögunum komi nýtt ákvæði svohljóðandi:
Ákvæði til bráðabirgða II.
     Eftir upptöku virðisaukaskatts hinn 1. janúar 1990 skal Hagstofa Íslands við útreikning vísitölu byggingarkostnaðar frá og með janúar 1990 taka tillit til endurgreiðslna virðisaukaskatts af byggingu íbúðarhúsnæðis vegna vinnu á byggingarstað, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, með áorðnum breytingum, þannig að endurgreiddur virðisaukaskattur sé dreginn frá byggingarkostnaði reiknuðum með fullum virðisaukaskatti.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1989.