Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 666, 112. löggjafarþing 129. mál: Stjórnarráð Íslands (umhverfisráðuneyti).
Lög nr. 3 23. febrúar 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 73 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands.


1. gr.

     Á eftir orðinu „sjávarútvegsráðuneyti“ í 1. mgr. 4. gr. bætist: umhverfisráðuneyti.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Eftir gildistöku laga þessara skipar umhverfisráðherra nefnd til þess að semja frumvarp til laga um umhverfisvernd.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 1990.