Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 794, 112. löggjafarþing 419. mál: hlutafélög (stjórnarkjör).
Lög nr. 12 30. mars 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 32/1978, um hlutafélög, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 4. mgr. 47. gr. laganna, sbr. 27. gr. laga nr. 69/1989, komi nýr málsliður er orðist svo: Í félögum þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri geta hluthafar, er ráða yfir minnst 1/ 10 hlutafjárins, einnig gert slíka kröfu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. mars 1990.