Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 895, 112. löggjafarþing 356. mál: samningur um gagnkvæma aðstoð í tollamálum (aðild Færeyja).
Lög nr. 24 20. apríl 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 94/1980, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný mgr. svohljóðandi:
     Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta breytingu á samningnum sem gerð var með samningi 3. ágúst 1989.

2. gr.

     2. gr. laganna orðist svo:
     Ákvæði samningsins með áorðnum breytingum skulu hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.

     14. gr. í fylgiskjali með lögunum orðist svo:
     Samningur þessi gildir ekki á Grænlandi að því er Danmörku varðar, né á Svalbarða, Jan Mayen eða á norskum landsvæðum utan Evrópu að því er Noreg varðar.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. apríl 1990.