Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1015, 112. löggjafarþing 355. mál: alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó (breytingar frá 1987).
Lög nr. 25 8. maí 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 7/1975, um heimild fyrirríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sbr. lög nr. 56/1986.


1. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðist svo:
     Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglunum sem gerðar voru í London 19. nóvember 1987.

2. gr.

     Í fylgiskjali með lögunum verði þær breytingar sem greinir í fylgiskjali með lögum þessum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal.

BREYTINGAR Í ALÞJÓÐAREGLUM TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIRÁREKSTRA Á SJÓ, 1972
  1. 1. regla e.: Skip af sérstakri gerð.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  2.      e. Ef skip af sérstakri gerð eða skip, sem ætlað er sérstakt hlutverk, getur ekki, að áliti ríkisstjórnar, að öllu leyti fylgt ákvæðum einhverra þessara reglna um fjölda, staðsetningu og sjónarlengd ljósa eða dagmerkja, ljósboga þeirra eða lögun, sem og um fyrirkomulag og einkenni hljóðmerkjatækja, þá skal skipið fara eftir öðrum ákvæðum um fjölda, staðsetningu og sjónarlengd ljósa eða dagmerkja, ljósboga þeirra eða lögun, sem og um fyrirkomulag og einkenni hljóðmerkjatækja, þannig að þessum reglum að áliti hlutaðeigandi ríkisstjórnar sé fylgt eins náið og kostur er hvað varðar þetta skip.
  3. 3. regla h.: Skip, bagað vegna djúpristu.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  4.      h. „Skip sem er bagað vegna djúpristu“ merkir vélskip sem á mjög erfitt með að víkja frá stefnu sinni vegna mikillar djúpristu miðað við dýpi og breidd á þeirri leið sem skipið getur siglt eftir.
  5. Ný 8. regla f.: Ekki tálma.
  6.      f. 1. Sé einhvers staðar í reglum þessum mælt svo fyrir að skip hvorki hindri för né örugga leið annars skips, skal það, þegar aðstæður krefjast þessa, beita stjórntökum í tæka tíð, þannig að nægilegt svigrúm verði fyrir örugga leið hins skipsins.
         2. Skip, sem ber hvorki að hindra för né örugga leið annars skips, er ekki leyst undan þeirri skyldu sinni þó að það nálgist skipið þannig að hætta geti orðið á árekstri og skal það við stjórntök sín taka fullt tillit til stjórntaka sem kynni að verða gripið til í samræmi við reglur þessa kafla.
         3. Skipi, sem má halda óhindrað áfram, ber full skylda til að fylgja reglum þessa kafla þegar skipin tvö nálgast hvort annað þannig að hætta er á árekstri.
  7. 10. regla a.: Aðskildar siglingaleiðir sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur samþykkt.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  8.      a. Regla þessi gildir um aðskildar siglingaleiðir sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur sett ákvæði um og leysir ekkert skip undan skyldum þess samkvæmt sérhverri annarri reglu.
  9. 10. regla c.: Siglt yfir afmarkaða siglingaleið.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  10.      c. Eftir því sem framast er unnt skal forðast að sigla skipi yfir afmarkaða siglingaleið, en ef nauðsyn ber til þá skal fara yfir leiðina á stýrðri stefnu er myndar sem næst rétt horn við höfuðstefnu hinnar afmörkuðu siglingaleiðar.
  11. 26. regla d. Á eftir orðunum „önnur skip“ er bætt við orðunum: að fiskveiðum.
  12. I. viðauki, 2. hluti d. Efsta ljósið.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  13.      d. Efsta ljósið á vélskipi, sem er styttra en 12 metrar, má vera lægra en 2,5 metra ofan við borðstokkinn. Þegar sigluljós er samt sem áður haft uppi auk hliðarljósa og skutljóss, eða auk hliðarljósa er haft uppi hringljós eins og lýst er í 23. reglu c. 1., þá skal sigluljósið eða hringljósið vera að minnsta kosti einum metra hærra en hliðarljósin.
  14. I. viðauki, 2. hluti i. 2.: Lóðrétt fjarlægð á milli ljósa.
    Í stað núgildandi texta komi eftirfarandi:
  15.      2. Á skipi, sem er styttra en 20 metrar, skal að minnsta kosti vera einn metri á milli ljósanna. Neðsta ljósinu skal, nema hafa skuli uppi dráttarljós, komið fyrir að minnsta kosti í tveggja metra hæð ofan við borðstokk skipsins.
  16. I. viðauki, 10. hluti: Ljós seglskipa.
    Í 10. lið a.: Á eftir orðinu „seglskip“ í inngangi er bætt við orðunum: sem eru laus.
    Í 10. lið b.: Á eftir orðinu „seglskip“ í inngangi er bætt við orðunum: sem eru laus.
  17. IV. viðauki, nýr liður 1. o.: Neyðarmerki.
    Eftirfarandi nýjum lið, o., er bætt við:
  18.      o. Viðtekin merki sem send eru frá fjarskiptakerfum.

Samþykkt á Alþingi 24. apríl 1990.