Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1101, 112. löggjafarþing 434. mál: sveitarstjórnarlög (byggðaráð).
Lög nr. 49 11. maí 1990.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.


1. gr.

     1. mgr. 55. gr. laganna orðist svo:
     Sveitarstjórn er heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að kosið skuli byggðarráð. Í bæjum og kaupstöðum nefnist byggðarráðið bæjarráð, í hreppum hreppsráð og í Reykjavík nefnist það borgarráð.

2. gr.

     4. mgr. 55. gr. laganna orðist svo:
     Í sveitarstjórnum, sem skipaðar eru sjö eða níu fulltrúum, skal byggðarráð skipað þremur aðalmönnum úr hópi aðalfulltrúa í sveitarstjórn, en fimm eða sjö aðalmönnum þar sem ellefu eða fleiri fulltrúar eru í sveitarstjórn. Jafnmargir varamenn skulu kosnir. Sveitarstjórn er þó heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að þeir aðalfulltrúar og varafulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni byggðarráðsmaður, verði varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1990.