Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1259, 112. löggjafarþing 445. mál: sjómannalög (hlýðnisskylda skipverja).
Lög nr. 53 16. maí 1990.

Lög um breytingu á sjómannalögum, nr. 35/1985.


1. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 74. gr. orðist svo: Yfirsjónir þær, sem ræðir um í 1. mgr. 80. gr., skulu eigi sæta opinberri málssókn nema skipstjóri eða útgerðarmaður krefjist þess.

2. gr.

     81. gr. laganna falli brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1990.