Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1324, 112. löggjafarþing 521. mál: umferðarlög (öryggisbelti).
Lög nr. 55 16. maí 1990.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 71. gr. laganna.
  1. 1. mgr. orðist svo:
  2.      Hver sá sem situr í sæti bifreiðar, sem búið er öryggisbelti, skal nota það.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
  4.      Börn yngri en 6 ára skulu nota bílbelti, barnabílstól, bílpúða, sem festur er með bílbelti, eða annan viðurkenndan öryggisbúnað. Bannað er að hafa börn laus í framsæti eða fyrir framan framsæti í akstri.
  5. Við 4. mgr. greinarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Sama gildir um farþega í aftursæti leigubifreiðar.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 1990.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.