Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 471, 113. löggjafarþing 235. mál: tekjuskattur og eignarskattur (frádrættir, tekju- og eignarmörk o.fl.).
Lög nr. 112 27. desember 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað „100.000“ og „200.000“ í 4. tölul. B-liðar 30. gr. laganna kemur: 115.000 og 230.000.

2. gr.

     Í stað „3.280.000“ og „4.920.000“ í 4. mgr. B-liðar 69. gr. laganna kemur: 3.350.000 og 5.025.000.

3. gr.

     Í stað „2.500.000“ og „4.150.000“ í 2. mgr. C-liðar 69. gr. laganna kemur: 2.555.000 og 4.235.000.

4. gr.

     Fyrirsögn 70. gr. laganna orðast svo:
     Tekjuskattur manna sem heimilisfastir eru á Íslandi hluta úr ári, menn sem dveljast erlendis við nám eða vegna veikinda o.fl.

5. gr.

     Við 70. gr. laganna bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Þeir menn, sem dveljast erlendis við nám eða vegna veikinda, geta þrátt fyrir ákvæði 1. gr. haldið öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum um opinber gjöld. Fjármálaráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar með reglugerð, m.a. um hvaða nám falli hér undir, rétt maka, framtalsskil o.fl.

6. gr.

     Á eftir orðinu „ríkisvíxla“ í 2. mgr. 78. gr. laganna kemur: ríkisbréf.

7. gr.

     83. gr. laganna orðast svo:
     Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.940.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.940.000 kr. greiðist 1,2%. Af eignarskattsstofni yfir 8.235.000 kr. greiðist að auki 0,75%, þó þannig að hjá þeim sem hafa tekjuskattsstofn undir 1.680.000 kr. skal lækka reiknaðan eignarskatt samkvæmt þessum málslið hlutfallslega þannig að hann falli að fullu niður ef tekjuskattsstofn er undir 840.000 kr.

8. gr.

     Við 110. gr. laganna bætast svohljóðandi málsgreinar:
     Tekjuskattur, sem lagður er á reiknað endurgjald þeirra manna sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, skal þó vera gjaldfallinn 1. ágúst ef skattaðili hefur eigi staðið skil á fjárhæð þeirri sem um ræðir í staðgreiðslu viðkomandi tekjuárs í samræmi við 6. og 20. gr. staðgreiðslulaga.
     Hafi innheimtumaður hafið aðför að skattaðila vegna skuldar sem myndast hefur í staðgreiðslu á reiknuðu endurgjaldi skulu þau aðfararúrræði, sem innheimtumaður hefur gripið til, halda lögformlegu gildi sínu við þann hluta kröfunnar sem rekja má til vangreiddrar staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1991 og gilda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1991 vegna tekna á árinu 1990 og eigna í lok þess árs. Fjárhæðir 1. gr., 2. gr. og 7. gr. skulu hækka í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum í fyrsta sinn fyrir árið 1991.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir gildistökuákvæði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 117/1989 skulu reglur lokamálsliðar 3. mgr. C-liðar 69. gr. laganna um áfallnar uppsafnaðar verðbætur, sbr. lokamálslið 2. mgr. 9. gr. laga nr. 117/1989, hvorki taka til þeirra manna, sem seldu íbúðarhúsnæði á árinu 1989 og á því hvíldi lán sem kaupandi yfirtók með uppsöfnuðum áföllnum verðbótum, né til þeirra manna sem á árinu 1989 greiddu uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs.
     Þeir menn, sem ákvæði 1. mgr. taka til og telja sig eiga rétt til vaxtabóta eða til hærri vaxtabóta en þeirra sem voru ákvarðaðar þeim gjaldárið 1990, geta sótt til skattstjóra um slíkar bætur í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður eigi síðar en með skattframtali sínu á árinu 1991.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1990.