Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 407, 113. löggjafarþing 126. mál: rannsóknir í þágu atvinnuveganna (Hafrannsóknastofnunin).
Lög nr. 132 31. desember 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 64 21. maí 1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, sbr. lög nr. 72 30. maí 1984.


1. gr.

     Við 18. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
     Hafrannsóknastofnuninni er heimilt, að fengnu samþykki stjórnar stofnunarinnar og sjávarútvegsráðherra, að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum, sem eru hlutafélög eða önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, er þrói hugmyndir og hagnýti niðurstöður rannsóknar- og þróunarverkefna sem stofnunin vinnur að hverju sinni.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1990.