Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 979, 113. löggjafarþing 338. mál: kosningar til Alþingis (kjörskrá, framboðsfrestur).
Lög nr. 10 19. mars 1991.

Lög um breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 80 16. október 1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr., sbr. lög nr. 66/1989, orðist svo:
     Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.
     Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og átt hefur lögheimili hér á landi, á og kosningarrétt í átta ár frá því hann flutti lögheimili af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Slíkur ríkisborgari á og kosningarrétt eftir þann tíma, enda hafi hann sótt um það samkvæmt nánari reglum í lögum þessum.

2. gr.

     a-liður 1. mgr. 13. gr. orðist svo:
 1. sýslumenn og bæjarfógetar, yfirborgarfógetinn í Reykjavík og lögreglustjórar utan Reykjavíkur, svo og starfsmenn þeirra embætta samkvæmt ákvörðun forstöðumanns. Forstöðumaður getur enn fremur, með samþykki dómsmálaráðuneytisins, falið öðrum að annast atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.


3. gr.

     14. gr. orðist svo:
     Sveitarstjórnir gera kjörskrár til alþingiskosninga á grundvelli kjörskrárstofna sem Hagstofa Íslands (þjóðskrá) lætur þeim í té.

4. gr.

     15. gr., sbr. lög nr. 66/1989, orðist svo:
     Á kjörskrá skal taka:
 1. Þá sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 1. gr. og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár sjö vikum fyrir kjördag.
 2. Þá sem uppfylla skilyrði 2. mgr. 1. gr. og síðast áttu skráð lögheimili hér á landi í sveitarfélaginu.

     Sá sem fellur undir 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. verður því aðeins tekinn á kjörskrá að hann hafi sótt um það til Hagstofu Íslands. Umsókn skal rituð á sérstakt eyðublað þar sem fram komi fullt nafn og kennitala umsækjanda, hvenær hann flutti af landi brott, síðasta lögheimili á landinu og heimilisfang erlendis. Umsókn skal jafnframt bera með sér yfirlýsingu umsækjanda um að hann sé enn íslenskur ríkisborgari. Hagstofa Íslands lætur eyðublöð þessi í té og skulu þau liggja frammi á Hagstofunni, í skrifstofum sendiráða og fastanefnda, í sendiræðisskrifstofum og í skrifstofum kjörræðismanna. Sé umsókn fullnægjandi tilkynnir Hagstofan umsækjanda það og hlutaðeigandi sveitarstjórn. Ákvörðun um að einhver sé þannig á kjörskrá tekinn gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum á eftir að umsókn var lögð fram.

5. gr.

     2. mgr. 16. gr. orðist svo:
     Þegar kjörskrá hefur verið samin skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar.

6. gr.

     Í stað orðanna „oddvita hreppsnefndar eða í skrifstofu borgar- eða bæjarstjóra“ í 18. gr. komi: oddvita sveitarstjórnar eða á skrifstofu hennar.

7. gr.

     19. gr. orðist svo:
     Kjörskrá skal leggja fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 24 dögum fyrir kjördag. Kjörskrá skal liggja frammi á að minnsta kosti einum stað og í hverri kjördeild utan kaupstaða og kauptúna.
     Áður en kjörskrá er lögð fram skal auglýsa hvar það verður gert og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.
     Eftir að kjörskrá hefur verið lögð fram skal hún liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Staðfest eftirrit af kjörskrá má hafa til að leggja fram.

8. gr.

     20. gr. orðist svo:
     Eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag, þegar tvær vikur eru til kjördags, skal hver sá sem kæra vill að einhvern vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið hafa afhent oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar kæru sína með þeim rökum og gögnum sem hann vill fram færa til stuðnings máli sínu.
     Sé kæra um það að einhver sé á skrá tekinn sem ekki hafi rétt til að standa þar skal oddviti eða framkvæmdastjóri innan þriggja daga gagngert senda þeim, sem yfir er kært, eftirrit af kærunni. Enn fremur skal tilkynna aðilum hvenær mál út af kærum, sem fram hafa komið, verða tekin til meðferðar svo að þeir geti komið að athugasemdum.

9. gr.

     21. gr. orðist svo:
     Sveitarstjórn skal skera úr aðfinnslum við kjörskrána, sem þannig eru fram komnar, eigi síðar en einni viku fyrir kjördag. Úrskurð sveitarstjórnar skal þegar tilkynna hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn er mál getur varðað.
     Þegar búið er að leiðrétta og bæta við kjörskrána samkvæmt þessu skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar. Eftir það verður engin breyting gerð á kjörskránni, nema dómur sé á undan genginn.

10. gr.

     22. gr. orðist svo:
     Þegar kjörskrá hefur endanlega verið undirrituð skal oddvita yfirkjörstjórnar sent eintak af henni.

11. gr.

     2. mgr. 25. gr. falli brott.

12. gr.

     26. gr. breytist þannig:
 1. 1. mgr. orðist svo:
 2.      Þegar alþingiskosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri, sem í hlut á, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar tvær vikur eru til kjördags.
 3. Á eftir orðinu „frambjóðanda“ í 2. mgr. komi: kennitölu hans.


13. gr.

     1. mgr. 27. gr. orðist svo:
     Framboðslista í kjördæmi skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 20 að lágmarki og 30 að hámarki.

14. gr.

     Fyrri málsliður 30. gr. orðist svo: Á framboðslista í kjördæmi skulu vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á þingmenn í hvert skipti, en aldrei fleiri en tvöföld sú tala.

15. gr.

     36. gr. falli brott.

16. gr.

     37. gr. falli brott.

17. gr.

     Í stað orðanna „fjórum vikum fyrir kjördag“ í 1. málsl. 2. mgr. 40. gr. komi: eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út.

18. gr.

     Í stað orðanna „þrem vikum“ í 2. mgr. 42. gr. komi: 10 dögum.

19. gr.

     44. gr. orðist svo:
     Dómsmálaráðuneytið lætur í té kjörgögn við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kjörgögn þessi skulu jafnan vera fyrir hendi hjá þeim er annast atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
     Kjörstjórar skulu varðveita kjörgögnin á öruggum stað.

20. gr.

     45. gr. orðist svo:
     Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
     Á kjörseðli og kjörseðilsumslagi skal prentað að um sé að ræða kjörseðil og kjörseðilsumslag. Fylgibréf og sendiumslag skulu þannig gerð að á þau megi auðveldlega rita þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í lögunum.
     Dómsmálaráðuneytið kveður nánar á um gerð kjörgagna þessara.

21. gr.

     46. gr. falli brott.

22. gr.

     63. gr. breytist þannig:
 1. Í stað orðanna „kjörblöð og umslög“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: kjörgögn.
 2. Í stað 2.–3. mgr. komi fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 3.      Kjörstjóra innan lands er heimilt að láta kosningu fara fram á sjúkrahúsi, dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, enda sé kjósandi til meðferðar á hlutaðeigandi stofnun eða vistmaður þar. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar.
       Kjörstjóri innan lands getur enn fremur heimilað kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, að greiða atkvæði í heimahúsi. Slík ósk skal vera skrifleg og studd læknisvottorði og skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar ein vika er til kjördags. Kjörstjóri getur í sinn stað tilnefnt sem utankjörfundarkjörstjóra tvo trúnaðarmenn til að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hjá kjósanda.
       Kjörstjóri innan lands auglýsir hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar. Atkvæðagreiðsla skv. 2. mgr. skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram hjá kjörræðismönnum sem eru kjörstjórar skv. 13. gr.
       Dómsmálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd atkvæðagreiðslu skv. 2. og 3. mgr. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. Tilkynna skal umboðsmönnum lista, sbr. 33. gr., um það hvenær atkvæðagreiðsla skv. 2. mgr. fer fram.


23. gr.

     2. mgr. 64. gr. falli brott.

24. gr.

     66. gr. orðist svo:
     Kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Kjörstjóri skal færa á sérstaka skrá nafn kjósanda, heimilisfang og kennitölu og hvern dag kosningaathöfnin fór fram.
     Að þessu loknu fær kjósandi afhent kjörgögn. Skal hann síðan aðstoðarlaust, í einrúmi og án þess að nokkur maður sjái, rita atkvæði sitt á kjörseðilinn á þann hátt er að framan greinir og setja atkvæðið í kjörseðilsumslagið. Því næst áritar og undirritar kjósandi fylgibréfið í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna. Að því loknu leggur kjósandi kjörseðilsumslagið ásamt fylgibréfinu í sendiumslagið og lokar því vandlega. Umslagið skal síðan áritað til hreppstjórans í þeim hreppi eða bæjarfógetans í þeim kaupstað (í Reykjavík borgarfógeta) eða kjörstjórnarinnar í þeirri kjördeild þar sem kjósandinn telur sig standa á kjörskrá. Á sendiumslagið skal og rita nafn kjósanda, kennitölu og lögheimili.
     Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé höndin ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal geta á skrá skv. 1. mgr. og á fylgibréfinu, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð við að árita kjörseðil skal því aðeins veitt að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.
     Nú vill skipstjóri sjálfur greiða atkvæði utan kjörfundar og getur ekki náð til annars kjörstjóra og skal þá atkvæðagreiðsla hans vottuð af þeim er í hans stað gengur á skipinu er hans missir við.

25. gr.

     68. gr. falli brott.

26. gr.

     2. og 3. mgr. 69. gr. falli brott.

27. gr.

     2. mgr. 73. gr. orðist svo:
     Sé kjörfundur settur fyrr en kl. 12 á hádegi skal það auglýst með þeim fyrirvara og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.

28. gr.

     81. gr. orðist svo:
     Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil.

29. gr.

     Í stað orðanna „kl. 23 á kjördag“ í 2. mgr. 93. gr. komi: kl. 22 á kjördag.

30. gr.

     94. gr. falli brott.

31. gr.

     95. gr. breytist þannig:
 1. Orðin „bera saman tölusetningu þeirra og umslaganna“ í 2. mgr. falli brott.
 2. 3. mgr. falli brott.


32. gr.

     96. gr. orðist þannig:
     Komi það í ljós að sá er sent hefur utankjörfundaratkvæði standi ekki á kjörskrá, sé búinn að greiða atkvæði, hafi afsalað sér atkvæðisrétti í þeirri kjördeild, sbr. 82. gr., eða hafi dáið á undan kjördegi leggur kjörstjórnin kjörseðilsumslagið ásamt fylgibréfinu aftur í sendiumslagið og kemur það þá ekki frekar til greina við kosninguna. Eins skal fara að ef í sendiumslaginu er eitthvað annað en eitt fylgibréf ásamt kjörseðilsumslagi eða ef sjáanlegt er að ekki hafi verið notuð hin fyrirskipuðu kjörgögn er dómsmálaráðuneytið hefur látið gera eða ekki hefur verið farið eftir reglum þeim við atkvæðagreiðsluna sem settar eru í þessum lögum.
     Nú berast fleiri en eitt atkvæði greidd utan kjörfundar frá hinum sama kjósanda og skal þá aðeins hið síðastgreidda atkvæði koma til greina.

33. gr.

     Í stað orðanna „leggja atkvæðið, þ.e. fylgibréfið með áföstum kjörseðlinum, aftur í umslagið“ í 97. gr. komi: leggja kjörseðilsumslagið óopnað ásamt fylgibréfi aftur í sendiumslagið.

34. gr.

     98. gr. orðist svo:
     Þau kjörseðilsumslög, sem enginn ágreiningur er um að gild séu, lætur kjörstjórn óopnuð í atkvæðakassann.

35. gr.

     Í stað orðanna „utankjörfundaratkvæðaseðlar þeir, er gildir hafa verið teknir, hafa verið látnir“ í 1. málsl. 1. mgr. 100. gr. komi: kjörseðilsumslög þau, er gild hafa verið tekin, hafa verið látin.

36. gr.

     Orðin „eða ef eitthvað er innan í utankjörfundarseðli, sem ætla má að hafi verið sett þar í því skyni“ í 4. tölul. 105. gr. falli brott.

37. gr.

     123. gr. falli brott.

38. gr.

     124. gr. falli brott.

39. gr.

     Orðin „eða fyrr en manni ber samkvæmt kjörskránni“ í fyrri málsgrein 6. tölul. 125. gr. falli brott.

40. gr.

     9. tölul. 133. gr. falli brott.

41. gr.

     Í stað orðanna „starfsmaður utankjörfundarkjörstjóra“ í 2. tölul. 134. gr. komi: utankjörfundarkjörstjóri.

42. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 15. gr., 19.–21. gr., a-liðar 22. gr., 24.–26. gr. og 31.–38. gr. skulu þó ekki koma til framkvæmda fyrr en að loknum næstu alþingiskosningum 1991.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 1991.