Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1101, 113. löggjafarþing 370. mál: ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum.
Lög nr. 13 27. mars 1991.

Lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum.


1. gr.

     Á fiskveiðitímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1991 er sjávarútvegsráðherra heimilt að ákveða með reglugerð að aflaheimildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 40 15. maí 1990, um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins, skuli ráðstafað að hluta eða öllu leyti til þeirra skipa, sem aflahlutdeild hafa af loðnu, til að mæta tímabundnum tekjumissi vegna aflabrests. Ráðherra skal skipta þessum heimildum milli einstakra loðnuskipa og er við þá skiptingu m.a. heimilt að miða við aflahlutdeild skipanna af loðnu og hver afli þeirra af loðnu var á haustvertíðinni 1990.

2. gr.

     Á fiskveiðitímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1991 er sjávarútvegsráðherra heimilt að auka leyfðan heildarafla af úthafsrækju umfram það sem ákveðið hefur verið með reglugerð nr. 465 27. nóvember 1990 um veiðar í atvinnuskyni. Er ráðherra þrátt fyrir ákvæði laga nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, heimilt með reglugerð að ákveða að þessi viðbót skiptist eingöngu milli þeirra skipa sem aflahlutdeild hafa af loðnu. Getur hann við þá skiptingu m.a. miðað við þau atriði er um er rætt í lokamálslið 1. gr. Ráðstöfun aflaheimilda samkvæmt þessari grein breytir ekki varanlegri aflahlutdeild einstakra skipa skv. 7. gr. laga nr. 38/1990.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1991.