Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1121, 113. löggjafarþing 405. mál: greiðslujöfnun fasteignaveðlána.
Lög nr. 41 27. mars 1991.

Lög um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, nr. 63/1985.


1. gr.

     1. gr. laganna orðist þannig:
     Tilgangur laga þessara er að jafna greiðslubyrði af fasteignaveðlánum einstaklinga sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Skal misgengi, sem orsakast af hækkun lánskjaravísitölu eða annarrar viðmiðunarvísitölu lána umfram hækkun launa, ekki valda því að greiðslubyrði af lánum þyngist.

2. gr.

     3. gr. laganna orðist þannig:
     Við gerð lánssamnings skal ákveða greiðslumark fyrir lánið:
  1. Greiðslumark af verðtryggðu láni með jöfnum afborgunum er gjaldfallin afborgun og vextir eins og þeir eru á hverjum gjalddaga á verðlagi við lántöku.
  2. Greiðslumark af verðtryggðum jafngreiðslulánum er ársgreiðslan á verðlagi við lántöku miðað við vexti eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. mars 1991.