Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1124, 113. löggjafarþing 421. mál: efnahagsaðgerðir (hlutafjárdeild við Byggðastofnun).
Lög nr. 42 27. mars 1991.

Lög um breyting á lögum nr. 9 2. mars 1989, um efnahagsaðgerðir.


1. gr.

     2. mgr. 9. gr. orðist svo:
     Stofna skal hinn 1. apríl 1991 hlutafjárdeild við Byggðastofnun og tekur deildin á stofndegi við öllum eignum og skuldbindingum Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar. Deildin skal hafa sjálfstæðan fjárhag. Deildinni má fela að annast eftirlit með hlutafélögum sem Byggðastofnun á aðild að.

2. gr.

     11. gr. laganna orðist svo:
     Stofna skal hinn 1. janúar 1991 atvinnutryggingardeild við Byggðastofnun. Deildin skal hafa sjálfstæðan fjárhag og tekur á stofndegi við eignum og skuldbindingum Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina. Hlutverk deildarinnar er að innheimta skuldabréf í eigu deildarinnar en henni er óheimilt að veita ný lán. Stjórn Byggðastofnunar er heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda eignir sínar, þar með talið að skuldbreyta, breyta skilmálum lána atvinnutryggingardeildar, breyta þeim í víkjandi lán eða fella þau niður, enda liggi fyrir samþykki forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Að jafnaði skulu slíkar breytingar á skilmálum vera liður í aðgerðum sem miða að fjárhagslegri endurskipulagningu, meiri háttar skipulagsbreytingum, samruna fyrirtækja og öðru því sem til hagræðingar horfir.

3. gr.

     12. gr. laganna orðist svo:
     Forsætisráðherra setur reglugerð um framkvæmd laga þessara.

4. gr.

     Umboð stjórnar Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar skv. 9. gr. laga nr. 9 2. mars 1989, um efnahagsaðgerðir, fellur niður 1. apríl 1991.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. mars 1991.