Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 990, 115. löggjafarþing 528. mál: Atvinnuleysistryggingasjóður (greiðslutími).
Lög nr. 42 31. maí 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 34/1988, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verði á 1. málsl. 4. mgr. 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „laga nr. 64/1981“ komi: laga nr. 96/1990.
  2. Í stað orðanna „sex vikur“ komi: níu vikur.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 1992.