Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1048, 115. löggjafarþing 426. mál: skiptaverðmæti og greiðslumiðlun (greiðslur til Vélstjórafélags Íslands).
Lög nr. 45 27. maí 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. tölul. 9. gr. laganna orðast svo:
     Til Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Vélstjórafélags Íslands.

2. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Sjávarútvegsráðherra setur reglur um skiptingu fjár milli samtaka sem getið er í 2. og 3. tölul. 1. mgr. Skal við þá ákvörðun taka mið af fjölda félagsmanna sem við fiskveiðar vinna.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1992.