Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 330, 116. löggjafarþing 111. mál: flugmálaáætlun og fjáröflun í flugmálum (gjald á flugvélaeldsneyti).
Lög nr. 94 30. nóvember 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.


1. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Gjald skv. 1. mgr. skal ekki lagt á flugvélaeldsneyti sem er undanþegið gjaldtöku í milliríkjasamningum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Heimilt er að endurgreiða bandarískum flugfélögum gjald skv. 5. gr. sem þau hafa greitt frá 1. júlí 1987 samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra að höfðu samráði við samgönguráðherra.

Samþykkt á Alþingi 24. nóvember 1992.