Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 510, 116. löggjafarþing 78. mál: eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum (EES-reglur).
Lög nr. 106 28. desember 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 53 16. maí 1978, um eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði og sáðvörum og verslun með þær vörur.


1. gr.

     Síðari málsliður 6. gr. fellur brott.

2. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð, að höfðu samráði við sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og ráðunauta Búnaðarfélags Íslands, hvaða upplýsingar skylt er að láta fylgja vörum sem lög þessi ná yfir. Enn fremur skal kveðið á um merkingar eða staðla yfir einstaka vöruflokka sem henti einstökum búfjártegundum.

3. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:
     Taka skal sýni til rannsókna eins oft og þurfa þykir og skal eftirlitsaðili hafa aðgang að eftirlitsskyldum vörum hvar og hvenær sem hann óskar þess. Um framkvæmd sýnatöku skulu sett nánari ákvæði í reglugerð.

4. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     Í stað orðsins „Áburðarverksmiðjan“ í 19. gr. laganna kemur: seljandi áburðar.

6. gr.

     Við 24. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Við setningu reglugerðar skv. 1. mgr. skal tekið tillit til raunverulegs kostnaðar af framkvæmd eftirlits með söluaðila og hverri vörutegund fyrir sig.

7. gr.

     Í stað skammstafananna FR, ÁR og SR í lögunum í 13., 16., 17., 18., 20. og 22. gr. kemur (í viðeigandi beygingarfalli): eftirlitsaðili. Í stað orðsins „áburðareftirlitinu“ kemur í 19. gr. orðið: eftirlitsaðila.
     Í stað orðsins „eftirlitsdeildar“ í 1. málsl. 6. gr. laganna kemur: eftirlitsaðila, og í stað orðanna „eftirlitsdeild“ og „eftirlitsdeildinni“ í 10. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarfalli): eftirlitsaðili.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 1992.