Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 935, 116. löggjafarþing 421. mál: gjald vegna ólögmæts sjávarafla (aðfararhæfi eldri úrskurða).
Lög nr. 26 5. apríl 1993.

Lög um breyting á lögum nr. 37 27. maí 1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.


1. gr.

     Við 2. mgr. 13. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Úrskurðir kveðnir upp á grundvelli laga nr. 32 19. maí 1976, um upptöku ólöglegs sjávarafla, með áorðnum breytingum, skulu vera aðfararhæfir skv. 3. mgr. 10. gr. laga þessara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. apríl 1993.