Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 993, 116. löggjafarþing 260. mál: útflutningur hrossa (kostnaður við skoðun).
Lög nr. 40 4. maí 1993.

Lög um breytingu á lögum um útflutning hrossa, nr. 64/1958, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Landbúnaðarráðherra ákveður þóknun fyrir skoðun hrossanna og eftirlit með útflutningnum og greiðist hún af eigendum hinna útfluttu hrossa.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 1993.