Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1026, 116. löggjafarþing 456. mál: eiturefni og hættuleg efni (ósoneyðandi efni).
Lög nr. 51 7. maí 1993.

Lög um breytingu á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 29. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 23. gr. laga þessara er umhverfisráðherra heimilt, að fenginni umsögn eiturefnaeftirlits Hollustuverndar ríkisins og í samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að setja reglugerð um innflutning, sölu, notkun, örugga meðhöndlun og förgun eiturefna og hættulegra efna sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 1993.