Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1295, 116. löggjafarþing 546. mál: hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit (eftirlit á varnarsvæðum).
Lög nr. 64 21. maí 1993.

Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein sem verður 4. gr. a, svohljóðandi:

        4.1.    Eftirlit á varnarsvæðunum skal vera í samræmi við lög þessi. Utanríkisráðherra, sbr. lög nr. 106/1954, skal semja um framkvæmd þessa eftirlits við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

        4.2.    Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skal hafa eftirlit með eftirlitsskyldri starfsemi á varnarsvæðunum, sbr. 7.–8. og 12.–17. tölul. 2. gr. og 3. gr. Heimilt er að innheimta gjald af þessari eftirlitsskyldu starfsemi til að standa straum af kostnaði vegna samningsins við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, sbr. 1. mgr. Gjaldið er innheimt samkvæmt sérstökum samningi eða samkvæmt gjaldskrá sem utanríkisráðherra setur að höfðu samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vegna 2. gr. og umhverfisráðherra vegna 3. gr. Gjaldskrána skal birta í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld samkvæmt þessari grein má innheimta með aðför.

        4.3.    Rísi ágreiningur um framkvæmd heilbrigðiseftirlits á varnarsvæðunum gilda ákvæði laganna eftir því sem við á.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.