Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1062, 116. löggjafarþing 22. mál: vinnumarkaðsmál.
Lög nr. 69 6. maí 1993.

Lög um breytingar á lögum um vinnumarkaðsmál vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði.


I. KAFLI
Um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 26/1982, með síðari breytingu.

1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein:
     Lög þessi eiga ekki við um þá erlendu ríkisborgara sem falla undir reglur um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

     9. gr. laganna fellur niður.

3. gr.

     11. gr. laganna orðast þannig:
     Ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi fyrir:
  1. útlendinga sem stunda eingöngu nám í skólum sem íslenska ríkið á eða styrkir,
  2. útlendinga í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja,
  3. útlendinga sem verið hafa íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu, en misst hafa íslenskan ríkisborgararétt,
  4. útlendinga sem undanþegnir eru atvinnuleyfi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.


II. KAFLI
Um breytingu á lögum um vinnumiðlun, nr. 18/1985.

4. gr.

     Við 2. málsl. 4. mgr. a-liðar 11. gr. laganna bætist eftirfarandi: og þá sem falla undir samninginn um Evrópskt efnahagssvæði.

III. KAFLI
Um breytingu á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980, með síðari breytingum.

5. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.

6. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: Þó má ákveða í reglugerð endurgreiðslur til erlendra ríkisborgara sem flytja úr landi, enda sé slíkt ekki óheimilt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Sé það gert skal tilgreint til hvaða ríkisborgara bann við endurgreiðslum tekur. Þá er heimilt að ákveða í reglugerð endurgreiðslur á þeim iðgjöldum sem menn greiða til lífeyrissjóða eftir að þeir hafa náð 75 ára aldri, svo og þeim hluta iðgjalda sem kann að fara fram úr því sem skylt er að greiða samkvæmt lögum eða kjarasamningum.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Samþykkt á Alþingi 309. apríl 1993.