Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1119, 116. löggjafarþing 15. mál: íslenskt ríkisfang vegna EES (Evrópskt efnahagssvæði).
Lög nr. 70 18. maí 1993.

Lög um breytingu á lagaákvæðum, er varða íslenskt ríkisfang, vegna aðildar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið.


1. gr.

     Við lög nr. 41 2. maí 1968, um verslunaratvinnu, bætist ný grein, 18. gr., svohljóðandi:
     Frá gildistöku laga um Evrópska efnahagssvæðið skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins vera undanþegnir skilyrði um íslenskt ríkisfang samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.
     Sama undanþága gildir varðandi skilyrði um heimilisfesti á Íslandi, sbr. 1. tölul. 4. gr. laga þessara.
     Ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins skulu eigi njóta lakari aðstöðu með tilliti til undanþágu frá menntunar- eða starfsreynsluskilyrði en íslenskir ríkisborgarar, sbr. 3. tölul. 4. gr. laga þessara.

2. gr.

     1. tölul. 3. gr. laga nr. 42 18. maí 1978, iðnaðarlaga, hljóðar svo:
  1. Er íslenskur ríkisborgari. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal þó vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang. Frá gildistöku laga um Evrópska efnahagssvæðið skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins vera undanþegnir skilyrðum um íslenskt ríkisfang og búsetu hér á landi samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.


3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1993.