Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 442, 117. löggjafarþing 277. mál: Iðnlánasjóður (gjaldstofn).
Lög nr. 139 31. desember 1993.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með síðari breytingum.


1. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Leggja skal 0,14% gjald, iðnlánasjóðsgjald, á allan iðnað í landinu eins og hann er skilgreindur í lögum um iðnaðarmálagjald. Skal gjaldstofn þess vera velta skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
     Óheimilt er að leggja gjaldið við verð á vöru eða þjónustu iðnfyrirtækja.
     Um álagningu og innheimtu iðnlánasjóðsgjaldsins fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt og eignarskatt eftir því sem við á.
     Í ríkissjóð skal renna 0,5% af innheimtu iðnlánasjóðsgjalds skv. 1. mgr. vegna kostnaðar ríkissjóðs við innheimtu þess.
     Iðnlánasjóðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn til þess myndaðist.
     Verja skal 10% af árlegu iðnlánasjóðsgjaldi til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu. Stjórn sjóðsins ráðstafar þessu fé í samráði við Samtök iðnaðarins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Skal í fyrsta sinn lagt á iðnlánasjóðsgjald samkvæmt þeim árið 1994 á gjaldstofn ársins 1993.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1993.