Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 707, 117. löggjafarþing 456. mál: sveitarstjórnarlög (kjörskrár, framboðsfrestur).
Lög nr. 19 22. mars 1994.

Lög um breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 8 18. apríl 1986, með áorðnum breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað „10. gr. lögheimilislaga, nr. 35/1960“ í 2. mgr. kemur: 9. gr. lögheimilislaga, nr. 21/1990.
  2. Orðin „miðað við 1. desember næstan“ í 3. mgr. falla brott.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Hver maður á kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem hann er skráður með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag í maí í almennum sveitarstjórnarkosningum, hvort sem þær fara fram í maí eða júní, sbr. 1. mgr. 13. gr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Sveitarstjórnir skulu gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Hagstofa Íslands (þjóðskrá) lætur þeim í té.
  3. 3. mgr. fellur brott.

3. gr.

     Í stað „skv. reglum 15. gr.“ í 3. mgr. 22. gr. laganna kemur: samkvæmt reglum 19. gr.

4. gr.

     Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 1. mgr. og orðast svo:
     Þegar almennar sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar fjórar vikur eru til kjördags.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1994.