Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 801, 117. löggjafarþing 156. mál: sveitarstjórnarlög (sameining sveitarfélaga).
Lög nr. 20 25. mars 1994.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.


1. gr.

     1. mgr. 109. gr. laganna orðast svo:
     Sveitarfélag verður eigi sameinað öðrum sveitarfélögum nema fleiri kjósendur í atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. séu fylgjandi sameiningu en andvígir.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. mars 1994.