Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 823, 117. löggjafarþing 286. mál: afréttamálefni, fjallskil o.fl. (sameining sveitarfélaga).
Lög nr. 25 29. mars 1994.

Lög um breytingu á lögum nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Nú eru sveitarfélög sameinuð og skulu þá umdæmi fjallskiladeilda haldast óbreytt frá því sem áður gilti og upprekstrarréttur standa óbreyttur miðað við eldri skipan nema um annað sé samið.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. mars 1994.