Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1199, 117. löggjafarþing 400. mál: skráning og mat fasteigna (stjórn Fasteignamats ríkisins).
Lög nr. 51 13. maí 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     3. málsl. 7. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn Fasteignamats ríkisins. Skal einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn af Sambandi íslenskra tryggingafélaga og einn án tilnefningar. Skal stjórnin skipuð til fjögurra ára.
     Stjórn Fasteignamats ríkisins mótar starf og innra skipulag stofnunarinnar og hefur eftirlit með rekstri hennar. Stjórnin gerir tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skal staðfest af ráðherra.

4. gr.

     Við 9. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Fasteignamat ríkisins skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög sinni upplýsingaskyldu sinni. Í því skyni skal stofnunin halda skrár er sýni hve margar fasteiginir eru metnar í einstökum sveitarfélögum á ári hverju.
     Fasteignamat ríkisins skal árlega senda skýrslu um matsstörf í einstökum sveitarfélögum til fjármálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1994.