Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1034, 117. löggjafarþing 507. mál: tollalög og vörugjald (hráefni til garðyrkjuafurða).
Lög nr. 52 6. maí 1994.

Lög um breyting á tollalögum nr. 55/1987, og lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.


Breytingar á tollalögum, nr. 55/19987, með síðari breytingum

1. gr.

     Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Að endurgreiða eða fella niður toll af kartöfluútsæði, græðlingum og öðrum efnivörum, hráefni og hlutum til framleiðslu garðyrkjuafurða.
  2.       Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa töluliðar að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra.

Breytingar á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Fjármálaráðherra er enn fremur heimilt að endurgreiða eða fella niður vörugjald af innlendu hráefni, efnivörum og hlutum til framleiðslu innlendra iðnaðarvara og garðyrkjuafurða. Ráðherra kveður nánar á um framkvæmd þessarar málsgreinar í reglugerð.

Gildistaka.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó er heimilt að láta ákvæði 1. gr. taka til innfluttra vara sem tollafgreiddar hafa verið frá 1. janúar 1994 og ákvæði 2. gr. taka til innlendra vara sem seldar hafa verið frá sama tíma.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 1994.