Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1138, 117. löggjafarþing 30. mál: tekjuskattur og eignarskattur (leigutekjur af íbúðarhúsnæði).
Lög nr. 57 13. maí 1994.

Lög um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 30. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Hafi maður leigutekjur af íbúðarhúsnæði, án þess að það teljist vera atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi, er honum heimilt í stað beins kostnaðar skv. 2. mgr. að draga frá þeim tekjum húsaleigugjöld af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur þessi leyfist eingöngu til frádráttar leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er tímabundið til útleigu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1995 á tekjur ársins 1994.

Samþykkt á Alþingi 2. maí 1994.