Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1075, 117. löggjafarþing 242. mál: meðferð og eftirlit sjávarafurða (aðgreining afurða og gjald til Fiskistofu).
Lög nr. 58 6. maí 1994.

Lög um breytingu á lögum nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.


1. gr.

     Á eftir síðasta málslið 1. mgr. 6. gr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Þó er ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð í hvaða tilvikum sé ekki krafist slíkrar aðgreiningar.

2. gr.

     Við 22. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Sjávarútvegsráðherra skal ákvarða gjald fyrir þjónustu sem Fiskistofa veitir á grundvelli laga þessara.
     Gjald Fiskistofu fyrir viðurkenningu á skoðunarstofu skal vera 200.000 krónur. Ráðherra er heimilt að hækka gjaldið er nemur hlutfallslegri hækkun vísitölu byggingarkostnaðar, sbr. lög nr. 42/1987, um vísitölu byggingarkostnaðar. Grunntaxti gjaldsins er miðaður við byggingarvísitölu í ágúst 1993, þ.e. 192,5 stig.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 1994.