Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1238, 117. löggjafarþing 547. mál: tollalög (undirboðs- og jöfnunartollar).
Lög nr. 66 19. maí 1994.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 115. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
  2.       Ráðherra er enn fremur heimilt að leggja undirboðs- og jöfnunartolla á erlend þjónustuviðskipti að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um vöruviðskipti samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
  3. Í stað núverandi 3. og 4. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 4. mgr. og orðast svo:
  4.       Ákvarðanir ráðherra um þetta efni gilda frá og með þeim degi sem þær eru birtar í Stjórnartíðindum og skulu ekki gilda lengur en í fimm ár.
  5. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
  6.       Ráðherra getur skipað nefnd til að rannsaka kærur um innflutning vara á undirboðskjörum eða með styrkjum og gera tillögur til ráðherra um álagningu undirboðs- eða jöfnunartolla. Um störf nefndarinnar, réttindi og skyldur, skulu gilda ákvæði laga þessara eftir því sem við á.

2. gr.

     Síðari málsliður 2. mgr. 118. gr. laganna orðast svo: Slíka bráðabirgðatolla má þó ekki leggja á til lengri tíma en 12 mánaða.

3. gr.

     119. gr. laganna orðast svo:
     Undirboðs- og jöfnunartolla skal ekki leggja á með afturvirkum hætti nema:
  1. Þegar vara hefur verið flutt inn í miklu magni á skömmum tíma og boðin fram á undirboðskjörum sem valdið hefur tjóni innan lands. Í slíkum tilvikum má leggja undirboðstolla afturvirkt á innflutning sé það til þess fallið að koma í veg fyrir frekari innflutning á undirboðskjörum.
  2. Þegar vara, sem notið hefur útflutningsverðlauna, uppbóta, endurgreiðslna og þess háttar, hefur verið flutt inn í miklu magni á skömmum tíma og valdið tjóni sem erfitt er að bæta. Í slíkum tilvikum má leggja jöfnunartolla afturvirkt á innflutning sé það til þess fallið að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem njóta styrkja með þessum hætti.
  3. Þegar loforð um að hætta innflutningi, sem fellur undir 1.–3. mgr. 115. gr., hefur verið vanefnt.
     Undirboðs- eða jöfnunartollar, sem lagðir eru á með afturvirkum hætti, geta náð til innflutnings sem fluttur hefur verið til landsins allt að 90 dögum áður en kæra barst fjármálaráðuneytinu um innflutning sem fellur undir 1.–3. mgr. 115. gr.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 1994.