Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1097, 117. löggjafarþing 531. mál: Háskólinn á Akureyri (framgangskerfi kennara).
Lög nr. 70 11. maí 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 51/1992, um Háskólann á Akureyri.


1. gr.

     Aftan við 5. mgr. 10. gr. laganna bætist ný setning er orðast svo: Heimilt er að flytja lektor í dósentsstöðu og dósent í prófessorsembætti samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1994.