Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 222, 118. löggjafarþing 130. mál: lyfjalög (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 122 10. nóvember 1994.

Lög um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994.


1. gr.

     Við 2. mgr. 45. gr. laga nr. 93/1994 bætast tveir nýir málsliðir, sem verða 3. og 4. málsl., svohljóðandi: Einnig eru undanskilin ákvæði IX. kafla lyfjalaga, nr. 108/1984, 32.–38. gr., ásamt 4. tölul. 50. gr., er fjalla um verðlagningu lyfja og lyfjaverðlagsnefnd og ákvæði í II., III. og VI. kafla laga um lyfjadreifingu, nr. 76/1982, 2.–6. gr., 9.–13. gr. og 27.–34. gr., er fjalla um stofnun lyfjabúða, lyfsöluleyfi og undirstofnanir lyfjabúða. Þessi ákvæði lyfjalaga og laga um lyfjadreifingu falla úr gildi 1. nóvember 1995, sbr. 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1994.

Samþykkt á Alþingi 9. nóvember 1994.