Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 559, 118. löggjafarþing 334. mál: mat á sláturafurðum (eftirlitsgjald).
Lög nr. 160 31. desember 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum.


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðast svo:
     Til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit dýralækna með sláturafurðum skal landbúnaðarráðherra innheimta gjald af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð sem rennur í sérstakan sjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Eftirlitsgjaldið miðast við raunkostnað en má þó ekki vera hærra en 2,50 kr. á hvert kíló kjöts miðað við vísitölu framfærslukostnaðar í janúar 1995. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. desember 1994.