Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 943, 118. löggjafarþing 427. mál: Hitaveita Suðurnesja (eignaraðilar og eignarhlutföll).
Lög nr. 16 6. mars 1995.

Lög um breytingu á lögum um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 100/1974, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Ríkissjóður Íslands og fimm sveitarfélög á Suðurnesjum, sbr. 2. gr., eiga og reka fyrirtæki er nefnist Hitaveita Suðurnesja.
     Fyrirtækið er sjálfstæður réttaraðili og hefur sjálfstæðan fjárhag og reikningshald.
     Heimili þess og varnarþing er í Keflavík-Njarðvík-Höfnum.

2. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Hitaveita Suðurnesja er sameignarfyrirtæki ríkisins og eftirtalinna sveitarfélaga sem eiga fyrirtækið í þessum hlutföllum:
Ríkissjóður Íslands 20,00%
Keflavík-Njarðvík-Hafnir 52,20%
Grindavíkurkaupstaður 11,17%
Sandgerðisbær 6,99%
Gerðahreppur 6,07%
Vatnsleysustrandarhreppur 3,57%


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 3. málsl. verður að 4. málsl. og orðast svo: Önnur sveitarfélög, sem aðilar eru að fyrirtækinu, skipa hvert einn fulltrúa í stjórnina og einn til vara.
  2. Við greinina bætist nýr málsliður er verður 3. málsl. og orðast svo: Keflavík-Njarðvík-Hafnir skipa þrjá fulltrúa í stjórnina og þrjá til vara.

4. gr.

     Í 11. gr. laganna kemur: fjögurra þeirra, í staðinn fyrir „fimm þeirra“.

5. gr.

     13. gr. laganna fellur niður.

6. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.