Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 876, 118. löggjafarþing 384. mál: viðlagatrygging Íslands (álag á iðgjöld).
Lög nr. 36 28. febrúar 1995.

Lög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992.


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Á árunum 1995–99 skal innheimta 10% álag á iðgjöld skv. 10. gr. Tekjur af þessu álagi á iðgjöld skulu renna í ofanflóðasjóð, sbr. 10. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985. Um innheimtu þessa gjalds fer skv. 10. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.