Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 950, 118. löggjafarþing 419. mál: vog, mál og faggilding (reglur um öryggi vöru).
Lög nr. 52 8. mars 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu, með síðari breytingum.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum, sbr. lög nr. 102/1994, orðast svo:
     Viðskiptaráðherra er heimilt að setja reglugerðir um öryggi vöru sem boðin er neytendum hér á landi í atvinnuskyni eða neytendum í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins af aðilum sem staðfestu hafa hér á landi að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði og að því leyti sem ekki er kveðið á um öryggi hlutaðeigandi vöru og eftirlit með því að hún uppfylli settar kröfur í öðrum löndum.
     Í reglugerð skal kveðið á um hvernig eftirliti með því að vara uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar skuli háttað og rétt skoðunarstofa til aðgangs að eftirlitsskyldri vöru.
     Löggildingarstofan annast eftirlit skv. 2. mgr.
     Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 1997.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.