Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 940, 118. löggjafarþing 423. mál: almenn hegningarlög (meiðyrði í garð opinbers starfsmanns).
Lög nr. 71 10. mars 1995.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.


1. gr.

     Í 1. mgr. 73. gr. laganna fellur brott raðtalan „108“.

2. gr.

     108. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Á 242. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
  1. 1. tölul. verður svohljóðandi: Brot gegn ákvæðum 233. gr. og 233. gr. a sæta opinberri ákæru.
  2. B-liður 2. tölul. verður svohljóðandi: Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.