Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 79, 119. löggjafarþing 20. mál: skipulag ferðamála (umboðssala farmiða).
Lög nr. 91 23. júní 1995.

Lög um breytingu á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.


1. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Ríkisborgarar þeirra ríkja, sem hafa heimild í milliríkjasamningum til að starfrækja ferðaskrifstofu skv. 9. gr. laga þessara, skulu undanþegnir skilyrði a-liðar 1. mgr. um heimilisfesti á Íslandi.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 1995.