Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 143, 119. löggjafarþing 2. mál: stjórnarskipunarlög (endurskoðun ríkisreikninga, kjördagur).
Lög nr. 100 28. júní 1995.

Stjórnarskipunarlög um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.


1. gr.

     43. gr. orðast svo:
     Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Umboð þingkjörinna yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fellur úr gildi er þeir hafa lokið skoðun sinni á ríkisreikningi fyrir árið 1994.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði 31. og 45. gr. stjórnarskrárinnar skulu næstu reglulegar alþingiskosningar fara fram annan laugardag í maí 1999 nema Alþingi hafi áður verið rofið.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 1995.